Miklihvellur og biblían !

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: „Verði ljós." Og það varð ljós.

Hverju er verið að lýsa hér ?   Ég get ekki betur séð að hér sé verið að lýsa sköpun okkar.  Sumir vilja með mikilli sannfæringu túlka þessar 2 línur, að hér sé biblían aðeins að lýsa sköpun jarðarinnar okkar.  Ekki nóg með það,  þá leggja sumir ofuráherslu á að írskur biskup að nafni James Ussher hafi reiknað út að jörðin hafi myndast 23. október 4004 fyrir fæðingu Jesú,  kl. 9.00 að morgni.  (menn deila ennþá um hvort hér sé um að ræða GMT eða ekki).  Mikill fjöldi einstaklinga í dag vilja meina að þeir sem trúi á Jesú krist, séu einnig þess fullvissir að þeir hinir sömu séu sannfærðir um nákvæmni þessarar tímasetningar.  Þó geta flestir þenkjandi menn viðurkennt að á þeim tíma sem gamla testamentið var ritað,  fyrir c.a. 2500-3000 árum, var ekki til staðar sú vitneskja um alheiminn sem við höfum í dag. 

Kenningin um Miklahvell byggir á því að fyrir u.þ.b. 13.000-14.000 milljörðum ára, hafi átt sér stað atburður,  svokallaður Miklihvellur. Á einhverju andartaki hafi ekkert verið til, en svo hafi átt sér stað einhver óútskýranlegur atburður sem nefndur er Miklahvellur átt sér stað.  Engum hefur tekist að sanna þennan Miklahvell eða afsanna. Fjöldi virtra vísindamanna aðhyllast þá kenningu, en engar beinar sannanir eða afsannanir eru fyrir hendi, frekar en að takist hafi að sanna að fyrsta mósebók, fyrsta vers sé rétt eða rangt.

Miklihvellur virðist ganga út frá því að í byrjun hafi eitthvað óútskýranlegt verið til, það sprungið, og þetta eitthvað sé nú alheimurinn okkar.  Jæja nú.  Ég er alveg til í að fallast á þessa skýringu, en ég sé ósköp lítinn mun á Miklahvellskenningunni eða fyrstu mósebók, fyrsta versi.

Nú vill svo til, að ég er þess fullviss að í dag, sé ekkert fyrirbæri sem geti ferðast hraðar en ljósið.  C.a. 300.000 kílómetra á sekúndu.  Auk þess, get ég illa skilið að einhverntíman í fyrndinni hafi þessi eðilisfræðifasti verið öðruvísi.  En látum það vera.  Nú er það svo, að vísindamenn geta í dag skoðað fyrirbæri í geimnum sem eru í tæplega 14.000 milljarða ljósára fjarlægð frá okkur. Það þýðir að vísindamenn eru að skoða fyribæri sem eru örlítið yngri en Miklihvellur, en samt erum við í órafjarlægð frá þeim uppruna.

Vísindamönnum hefur ekki tekist að útskýra hvernig því er háttað, að við sem erum í tæplega 14.000 milljarða fjarlægð frá uppruna Miklahvells, getum séð fyribæri því sem næst svo jafn gömul og alheimurinn er samkvæmt vísindalegum kenningum.

Ég læt mér nægja fyrstu mósebók,  fyrst vers.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Vísindamönnum hefur ekki tekist að útskýra hvernig því er háttað, að við sem erum í tæplega 14.000 milljarða fjarlægð frá uppruna Miklahvells, getum séð fyribæri því sem næst svo jafn gömul og alheimurinn er samkvæmt vísindalegum kenningum."

Vona að almáttugur hjálpi þér nú með vísindaskilninginn fjarlægðaskynið og margföldunartöfluna. 

Hvað er 14.000 milljarða fjarlægð  annars langt?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 00:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar þú ert búinn að reikna, þá getur þú spurt sjálfan þig að þeirri augljósu spurningu, samkvæmt kenningunni: Ef allt var á sama stað í uppafi og þandist svo út um víðan völl, þandist þá heimurinn út hraðar en ljósið?

Lestu svo lengra í Mósebókum og pældu svolítið í atvikaröðinni. Hvenær sólin varð til, hvenær ljósið og hvenær stjörnurnar.  Það eru í raun tvær misvísandi slíkar sögur ef þú tekur vel eftir.

Nú ef allt var á sínum stað í upphafi, eins og vísindasnillingurinn Móse gefur til kynna, þá skal engan undra að þú undrist. Það eitt segir okkur að heimsmynd Biblíunnar er eins röng og hægt er að hafa hana. (Annars var Móse kallinum fátt ómögulegt, enda skráði hann frásögn af eigin dauðdaga og greftrun. Geri aðrir betur)

Hvað ertu að lesa? Einhverja ameríska evangelista og sköpunartrúmenn?  Answers in Genesis?

 Hvernig væri nú að kikja á vísindin áður en þú gagnrýnir þau?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 00:33

3 Smámynd: Vigfús Pálsson

Sæll Jón Steinar.  Vissulega er það rétt hjá þér að mér urðu á þau meinlegu mistök að tala um milljarða ljósára, í stað milljóna ljósára.  Einnig gleymdi ég að skeyta "árum"  fyrir aftan 14.000 í skáletruðu tilvitnuninni hjá þér.  Takk fyrir að benda mér á þessar villur.

Um orð þín varðandi "Vísindasnillinginn" Móse.  Ég veit ekki um neinn einstakling fyrir utan þig, sem heldur því fram að Móse hafi hafi verið vísindasnillingur.  Jæja,  alltaf er maður að lesa um ný viðhorf í þeim efnum.

Ég skil ekki Miklahvellskenninguna, sem gengur út frá því að í upphafi hafi verið ekki neitt sýnilegt eða áþreyfanlegt, en svo kom allt í einu Big Bang.  Hver er munurinn  á miklahvelli og fyrstu mósebók, fyrsta versi ?  Er ekki verið að lýsa sama atburðinum ?

Vigfús Pálsson, 11.6.2011 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband