Skattakóngur Íslands...

er Hreiðar Már Sigurðsson.  Hann leggur 400 milljónir króna til íslenska samfélagsins í ár. Ég mun aldrei ná því að afla svo mikilla tekna yfir mína æfi að ég nálgist það að greiða svo mikla skatta til samfélagsins.  Í raun er ég viss um að a.m.k. 95% íslenskra skattgreiðenda muni aldrei nálgast þessa upphæð á starfsæfi sinni. En það sárvantar eitt nafn á þennan lista.  Nafnið er Björgólfur Thor Björgólfsson.  Hvernig stendur á því að langríkasti íslenski einstaklingurinn finnst ekki á þessum lista.  Hreiðar Már er hreinn og klár fátæklingur í samanburði við Björgólf Thor. Það kæmi mér ekki á óvart að hann hafi flúið íslenskt skattaumhverfi og greiði sína skatta til samfélagsins í öðru landi.  Ef svo er, þá er það miður. Íslenskt samfélag hefur svo sannarlega mikla þörf fyrir að fá skattgreiðslur Björgólfs Thors. Kannski hefur hann ákveðið að yfirgefa íslenskt skattaumhverfi vegna lítils en óskaplega háværs minnihluta fólks í íslensku þjóðfélagi sem álítur auðsöfnun sem glæp.  Hver veit ? Er einhver sem veit betur og upplýsir okkur ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

þeir sem eiga peninga eru aldrei í vandræðum með sína peninga þeir hugsa þannig sko .

Magnús Jónsson, 12.8.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband