Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Miklihvellur og biblían !

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: „Verði ljós." Og það varð ljós.

Hverju er verið að lýsa hér ?   Ég get ekki betur séð að hér sé verið að lýsa sköpun okkar.  Sumir vilja með mikilli sannfæringu túlka þessar 2 línur, að hér sé biblían aðeins að lýsa sköpun jarðarinnar okkar.  Ekki nóg með það,  þá leggja sumir ofuráherslu á að írskur biskup að nafni James Ussher hafi reiknað út að jörðin hafi myndast 23. október 4004 fyrir fæðingu Jesú,  kl. 9.00 að morgni.  (menn deila ennþá um hvort hér sé um að ræða GMT eða ekki).  Mikill fjöldi einstaklinga í dag vilja meina að þeir sem trúi á Jesú krist, séu einnig þess fullvissir að þeir hinir sömu séu sannfærðir um nákvæmni þessarar tímasetningar.  Þó geta flestir þenkjandi menn viðurkennt að á þeim tíma sem gamla testamentið var ritað,  fyrir c.a. 2500-3000 árum, var ekki til staðar sú vitneskja um alheiminn sem við höfum í dag. 

Kenningin um Miklahvell byggir á því að fyrir u.þ.b. 13.000-14.000 milljörðum ára, hafi átt sér stað atburður,  svokallaður Miklihvellur. Á einhverju andartaki hafi ekkert verið til, en svo hafi átt sér stað einhver óútskýranlegur atburður sem nefndur er Miklahvellur átt sér stað.  Engum hefur tekist að sanna þennan Miklahvell eða afsanna. Fjöldi virtra vísindamanna aðhyllast þá kenningu, en engar beinar sannanir eða afsannanir eru fyrir hendi, frekar en að takist hafi að sanna að fyrsta mósebók, fyrsta vers sé rétt eða rangt.

Miklihvellur virðist ganga út frá því að í byrjun hafi eitthvað óútskýranlegt verið til, það sprungið, og þetta eitthvað sé nú alheimurinn okkar.  Jæja nú.  Ég er alveg til í að fallast á þessa skýringu, en ég sé ósköp lítinn mun á Miklahvellskenningunni eða fyrstu mósebók, fyrsta versi.

Nú vill svo til, að ég er þess fullviss að í dag, sé ekkert fyrirbæri sem geti ferðast hraðar en ljósið.  C.a. 300.000 kílómetra á sekúndu.  Auk þess, get ég illa skilið að einhverntíman í fyrndinni hafi þessi eðilisfræðifasti verið öðruvísi.  En látum það vera.  Nú er það svo, að vísindamenn geta í dag skoðað fyrirbæri í geimnum sem eru í tæplega 14.000 milljarða ljósára fjarlægð frá okkur. Það þýðir að vísindamenn eru að skoða fyribæri sem eru örlítið yngri en Miklihvellur, en samt erum við í órafjarlægð frá þeim uppruna.

Vísindamönnum hefur ekki tekist að útskýra hvernig því er háttað, að við sem erum í tæplega 14.000 milljarða fjarlægð frá uppruna Miklahvells, getum séð fyribæri því sem næst svo jafn gömul og alheimurinn er samkvæmt vísindalegum kenningum.

Ég læt mér nægja fyrstu mósebók,  fyrst vers.


Hugsanleg atvinnuuppbygging

Það er öruggt að VG munu berjast gegn þessari verksmiðju með öllum illum ráðum.  Við skulum muna að ríkir útlendingar eru óþjóðalýður í augum VG.  Þeir mega ekki koma hér til lands til að setja af stað einhverskonar atvinnuuppbyggingu.

Fjallagrasatínsla eða EITTHVAÐ ANNAÐ skal það vera.


mbl.is Risaverksmiðja í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsdómur

Það er ekki minnsti vafi í mínum huga að Svandís Svavarsdóttir misbeitti ráðherravaldi sínu grimmilega með því að neita staðfestingar aðalskipulagsins. 

Fyrsta grein um landsdóm hljóðar svo...

1. gr. Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.

Ef þetta er ekki mál til að senda til landsdóms,  þá skil ég ekki íslensku.


mbl.is Aðalskipulag taki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmenn alveg hættir að borða kjöt

Illa líst mér á landann  300.000 manns borða innan við 1,9 tonn af kjöti í einum mánuði. Um það bil 6 grömm á mann. Nema að hér sé enn einusinni lýsandi vinnubrögð fyrir ritstýringuna á mbl.is 


mbl.is Kjötsala dróst saman um 9,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar eru stórkostlegir í handbolta

Nú vitum við það að Rússar unnu Egypta í mögnuðum leik þar sem Rússar lögðu Suður Kóreu.

Glæsilegt hjá Rússum að vinna tvær þjóðir í sama leiknum.  Þeir eiga ólympíugullið skilið fyrir framgöngu sína


mbl.is Rússar unnu stórsigur á Suður Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslimar eða múslimatrú.

Við hjónin fórum í heimsókn Bangladesh fyrir stuttu.  Múslimar eru þar tæplega 90% íbúa,  rúmlega 10% eru hindúar, og öðruhvorumegin við 1% eru kristnir og aðrir trúarhópar.  Ég umgekkst því sem næst eingöngu múslima í þessari heimsókn.  Í Bangladesh er mikil virðing borin fyrir náunganum og lífsviðhorfum hans.  Ekki eina einustu stund varð ég var við andúð á mér sem vesturlandabúa,  ekkert nema kurteisi og hógværð.

Því miður er það svo í dag að við lítum á múslima í heild sinni sem hryðjuverkamenn eða þaðan af verra.  Því er um að kenna fjölmiðla umfjöllun sem við búum við.  Eftir mín stuttu og ánægjulegu kynni af múslimum í Bangladesh, er ég sannfærður um að sá fréttaflutningur sem við fáum af múslimum í dag, er aðeins umfjöllun um brotabrot þeirra sem ástunda þessi trúarbrögð.

Við gætum spurt okkur að því,  hvernig við litum á kristnidóminn og þá sem ástunda þá trú,  ef einu fréttirnar sem við fengum væri um ástandið á Norður Írlandi og fulltrúi ástandsins væri Ian Paisley.

Einnig vil ég taka það fram að mér finnst sjálfsagt mál að múslimar fái að reisa sér mosku hér á Íslandi.

Mér finnst fullkomlega eðlilegt að múslimar geti reist mosku sína hér á landi. 


Öðruvísi samanburður á verðlagi í Póllandi og Íslandi

Fyrir stuttu tók ég upp tvo puttaferðalanga, 2 unga menn frá Póllandi sem vinna á Keflavíkurflugvelli.  Ég spjallaði við þá um samanburð á verðlagi í Póllandi og Íslandi.  Ég varð steinhissa. Launin á Íslandi eru tíföld á við það sem þeir geta fengið í Póllandi.  Ég spurði þá strax um matarverð í Póllandi og á Íslandi.  Þeir svöruðu örugglega.  Maturinn er fjórfalt dýrari á Íslandi heldur en í Póllandi. Einhversstaðar hef ég lesið að matarkarfan vegi um 15% af útgjöldum heimilanna hér.  Með gamaldags þríliðu er þá hægt að reikna út að í Póllandi vegur hún nálægt 40% af útgjöldum heimilanna. Kannski höfum við það ekki eins skítt hér á íslandi og ýmsir vilja halda fram af mikilli einlægni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband