Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Múslimar eða múslimatrú.

Við hjónin fórum í heimsókn Bangladesh fyrir stuttu.  Múslimar eru þar tæplega 90% íbúa,  rúmlega 10% eru hindúar, og öðruhvorumegin við 1% eru kristnir og aðrir trúarhópar.  Ég umgekkst því sem næst eingöngu múslima í þessari heimsókn.  Í Bangladesh er mikil virðing borin fyrir náunganum og lífsviðhorfum hans.  Ekki eina einustu stund varð ég var við andúð á mér sem vesturlandabúa,  ekkert nema kurteisi og hógværð.

Því miður er það svo í dag að við lítum á múslima í heild sinni sem hryðjuverkamenn eða þaðan af verra.  Því er um að kenna fjölmiðla umfjöllun sem við búum við.  Eftir mín stuttu og ánægjulegu kynni af múslimum í Bangladesh, er ég sannfærður um að sá fréttaflutningur sem við fáum af múslimum í dag, er aðeins umfjöllun um brotabrot þeirra sem ástunda þessi trúarbrögð.

Við gætum spurt okkur að því,  hvernig við litum á kristnidóminn og þá sem ástunda þá trú,  ef einu fréttirnar sem við fengum væri um ástandið á Norður Írlandi og fulltrúi ástandsins væri Ian Paisley.

Einnig vil ég taka það fram að mér finnst sjálfsagt mál að múslimar fái að reisa sér mosku hér á Íslandi.

Mér finnst fullkomlega eðlilegt að múslimar geti reist mosku sína hér á landi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband