Öðruvísi samanburður á verðlagi í Póllandi og Íslandi

Fyrir stuttu tók ég upp tvo puttaferðalanga, 2 unga menn frá Póllandi sem vinna á Keflavíkurflugvelli.  Ég spjallaði við þá um samanburð á verðlagi í Póllandi og Íslandi.  Ég varð steinhissa. Launin á Íslandi eru tíföld á við það sem þeir geta fengið í Póllandi.  Ég spurði þá strax um matarverð í Póllandi og á Íslandi.  Þeir svöruðu örugglega.  Maturinn er fjórfalt dýrari á Íslandi heldur en í Póllandi. Einhversstaðar hef ég lesið að matarkarfan vegi um 15% af útgjöldum heimilanna hér.  Með gamaldags þríliðu er þá hægt að reikna út að í Póllandi vegur hún nálægt 40% af útgjöldum heimilanna. Kannski höfum við það ekki eins skítt hér á íslandi og ýmsir vilja halda fram af mikilli einlægni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband